Ein og hálf milljón frá RSÍ í málsóknarsjóðinn!

Rafiðnaðarsamband Íslands styrkir Gráa herinn til málssóknar

Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands ákvað á fundi að styðja vel við bakið á Gráa hernum í baráttunni við stjórnvöld vegna þeirra grimmilegu skerðinga sem viðhafðar eru gagnvart þeim sem eru á ellilífeyri.


Það er með öllu óásættanlegt að sparnaður sé skertur og með þeim hætti unnið gegn þeirri skynsemi fólks að leggja fyrir og sýna þar með forsjárhyggju fyrir efri ár.

Miðstjórn RSÍ ákvað að leggja til eina og hálfa milljón í málsóknarsjóð Gráa hersins og lýsir yfir vilja til að leggja meira til ef þörf verður á.

Heimasíða sambandsins www.rafis.is

Scroll to Top
Skip to content