Ingibjörg H. Sverrisdóttir er nýr formaður FEB

Ingibjörg H. Sverrisdóttir, formaður FEB.

Ingibjörg H. Sverrisdóttir var kosin nýr formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni með um 62% atkvæða. Fráfarandi formaður, Ellert B. Schram, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Mótframbjóðendur Ingibjargar voru Haukur Arnþórsson og Borgþór Kjærnested.
Samtals kusu 423 í formannskjörinu og hlaut Haukur 121 atkvæði en Borgþór 29.

Ingibjörg situr í stjórn Málsóknarsjóðs Gráa hersins sem mun kosta málaferli við ríkið vegna skerðinga á greiðslum til lífeyrisþega. Sagði hún í framboðsræðu sinni sín áherslumál snúa að skerðingum og kjaramálum, húsnæðismálum, hjúkrunarheimilum og heimilisaðstoð.

„Hópur eldri borgara býr svo sannarlega ekki við góð kjör. Kjaramál og skerðingar taka mikið rými í umræðunni og sérlega þessa dagana vegna uppgjörs frá Tryggingastofnun ríkisins sem barst um sl. mánaðamót. Þetta þekkið þið flest, sem eruð hér inni. Mín áherslumál snúa að skerðingum og kjaramálum, húsnæðismálum, hjúkrunarheimilum og heimilisaðstoð,“ sagði Ingibjörg í ræðu sinni í Súlnasal á Hótel Sögu.

Ingibjörg er fædd í Reykjavík 24. mars 1947. Hún ólst upp í Reykjavík og Vestmannaeyjum en hún hefur starfað bæði erlendis og hérlendis. Hún starfaði síðast hjá Air Atlanta áður en hún fór á eftirlaun.

Á fundinum var einnig kosið í stjórn og varastjórn, samtals sjö menn

Til tveggja ára í aðalstjórn voru kjörnir:
Kári Jónasson með 313 atkvæði
Sigurbjörg Gísladóttir með 300 atkvæði
Viðar Eggertsson með 299 atkvæði

Ingibjörg Óskarsdóttir var kosin í aðalstjórn til eins árs með 295 atkvæðum

Þrír voru kosnir í varastjórn til eins árs en þeir eru:
Finnur Birgisson með 223 atkvæði
Haukur Arnþórsson með 184 atkvæði
Sverrir Örn Kaaber með 173 atkvæði

Scroll to Top
Skip to content