Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

 

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson, hagfræðingur og sagnfræðingur, skrifar um dóm Hæstaréttar í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun ríkissins og íslenska ríkinu vegna lækkunar á ellilífeyri og heimilisuppbót.

Þann 2. nóv­em­ber sl. kvað Hæsti­réttur upp dóm í málum Gráa hers­ins gegn Trygg­inga­stofnun rík­is­ins og íslenska rík­inu vegna lækk­unar á elli­líf­eyri og heim­il­is­upp­bót vegna greiðslna sem þau nutu úr skyldu­bundnum atvinnu­tengdum líf­eyr­is­sjóðum á tíma­bil­inu frá 1. mars 2017 til 1. apríl 2020. Skemmst er frá því að segja að Grái her­inn tap­aði mál­inu.

Dómur Hæsta­réttar er tví­þætt­ur: Í fyrsta lagi fjallar dóm­ur­inn um tekju­teng­ingar á rétt­indi í líf­eyr­is­sjóð­um, og í öðru lagi um lækkun elli­líf­eyris vegna greiðslna úr skyldu­bundnum líf­eyr­is­sjóð­um. Dómur Hæsta­réttar er sam­hljóða dómi hér­aðs­dóms (sjá hér) og kemur ekki bein­línis á óvart. Hins vegar hefði dóm­ur­inn mátt vera skýr­ari. Meg­in­rök dóms­ins fyrir heim­ild rík­is­ins til að tekju­tengja almanna­trygg­ingar eru þau að slíkt hafi tíðkast frá árinu 1970. Það eru í sjálfu sér engin rök að eitt­hvað hafi tíðkast lengi, og segir ekk­ert til um lög­mæti slíkra aðgerða. Rök Hæsta­réttar fyrir lækkun elli­líf­eyris frá Trygg­inga­stofnun vegna greiðslna úr líf­eyr­is­sjóðum eru sams­kon­ar; dóm­ur­inn segir rétt­inn til elli­líf­eyris hvorki byggj­ast á hefðum eða skyldum sam­fé­lags­ins við fyrri kyn­slóð­ir, heldur á for­sendum fjár­laga hvers árs fyrir sig.

Með öðrum orðum er 90 ára saga eft­ir­launa frá Trygg­inga­stofnun þurrkuð út á einu bretti. Eng­inn fyr­ir­sjá­an­leiki, engin trygg­ing, ekk­ert nema henti­stefna.

Adam Smith varar við þessu í meg­in­reglum sínum um skatta (Auð­æfi þjóð­anna, 1776) og seg­ir: Skattar eiga að vera þekkt og ræki­lega skil­greind stærð og mega ekki ráð­ast af geð­þótta, „ljósir og auð­skildir skatt­greið­endum og öllum öðr­um.” Að öðrum kosti er hætta á að stjórn­sýslan kúgi fé af skatt­greið­and­an­um.

Hvorki Hæsti­réttur né hér­aðs­dómur skýra til hlítar sam­spil þjóð­hags­reikn­inga, launa og líf­eyr­is­kerf­is­ins, sem stendur utan við þjóð­hags­reikn­inga, og hins vegar launa og eft­ir­launa frá Trygg­inga­stofnun og líf­eyr­is­kerf­inu. Á Íslandi er not­ast við þjóð­hags­reikn­inga­kerfi Sam­ein­uðu þjóð­anna (SNA 98) og evr­ópska útgáfu þess (ESA 2010). Sam­kvæmt þeirri skil­grein­ingu skipt­ist hið opin­bera í þrjá sjálf­stæða reikn­inga:

  • Rík­is­sjóð­ur, aflar tekna með sköttum (þing­gjöld og virð­is­auka­skatt­ur).
  • Sveit­ar­fé­lög, afla tekna með sköttum (út­svar og fast­eigna­gjöld).
  • Almanna­trygg­ing­ar, afla tekna með iðgjöld­um.

Hér er það síð­ast­nefndi lið­ur­inn sem skiptir meg­in­máli, almanna­trygg­ing­ar. Allt frá stofnun þeirra árið 1936 og fram til árs­ins 1972 skipt­ist fjár­mögnun þeirra milli launa­manna, rík­is­sjóðs og sveit­ar­fé­laga í ákveðnum hlut­föllum (sjá nánar hér), kerfi sem er t.d. notað í Nor­egi (sjá nánar hér). Almanna­trygg­ingar á Íslandi voru ljósárum á eftir öðrum Norð­ur­lönd­um. Einkum voru tekjur elli- og örorku­þega langt fyrir neðan öll við­mið vegna afstöðu fyrri rík­is­stjórnar til við­bót­ar­líf­eyr­is­kerf­is­ins á hinum Norð­ur­lönd­un­um, sem leiddi til stofn­unar hins sér­ís­lenska líf­eyr­is­kerfis (sjá nánar hér).

Vinstri stjórnin 1971 ger­breytti fjár­mögnun almanna­trygg­inga. Tekj­ur, sem ein­ungis hrukku fyrir brýn­ustu lífs­nauð­synj­um, voru ekki skatt­lagð­ar. Skatta­eft­ir­lit var hert, þannig að rétt­lát skatta­fram­kvæmd var betur tryggð, og ekki síst var iðgjald laun­þega til almanna­trygg­inga fært inn í skatt­kerfið til að jafna skatt­byrð­ina, en tekju­skattur og aðrir skattar hækk­aðir í stað­inn. Þannig greiddu þeir meira sem höfðu hærri tekj­ur. Tekju­trygg­ing aldr­aðra og öryrkja hækk­aði mik­ið, fór úr 4.900 gömlum krónum á mán­uði í 10.000 gkr. fyrir ein­stak­ling og 18.000 gamlar krónur fyrir hjón. Til sam­an­burðar voru lægstu mán­aða­laun sam­kvæmt þá nýgerðum Dags­brún­ar­samn­ingi 17.600 gkr. og nam tekju­trygg­ingin um 57% af dag­vinnu­kaupi. Á sama tíma námu lægstu útborguð mán­að­ar­laun hjá rík­is­starfs­mönnum um 15.000 gkr. og var tekju­trygg­ingin 63,5% af þeim tekj­um.

Sam­hliða voru sjúkra­sam­lögin gerð upp nákvæm­lega miðað við 1. jan­úar 1972 en laun­þegar báru beint stærsta hluta kostn­að­ar­ins af þeim (sjá nánar hér). Sveit­ar­sjóðir lögðu fram sér­stakt fram­lag vegna þeirra, 9,77% af gjöldum árs­ins, en rík­is­sjóður greiddi almanna­trygg­ingum tekju­skerð­ing­una. Öll álögð en óinn­heimt iðgjöld voru færð til tekna og eign­ar, en til­fall­in, ógreidd gjöld á þeim tíma færð til gjalda og til skuld­ar. Útistand­andi iðgjöld voru síðan end­ur­metin með hlið­sjón af senni­legum van­höldum í inn­heimtu, ekki minna en 15%. Jákvæður höf­uð­stóll var reikn­aður og færður hlut­að­eig­andi sveit­ar­fé­lögum og rík­is­sjóði til eign­ar, þannig að sveit­ar­fé­lög fengu 42.5%, en rík­is­sjóður 57.5%. Nei­kvæður höf­uð­stóll var reikn­aður í sömu hlut­föll­um.

Með öðrum orðum er hluti iðgjalds til almanna­trygg­inga inni­falið í skatt­greiðsl­um, sem rík­is­sjóður ábyrgð­ist að greiða almanna­trygg­ing­um. Skattar eru margs­konar og hafa hækkað mikið síðan 1972. Það sama á við um inn­heimtu skatta og gjalda. Hún er margs­kon­ar, sbr. Adam Smith í áður­nefndu riti: „Loks eiga skattar að vera hag­kvæmir – ekki of dýrir í inn­heimtu og ekki svo háir að þeir standi skatt­greið­anda fyrir þrifum eða dragi úr honum kjark.“ Skipu­lag inn­heimtu almanna­trygg­inga hefur ekki breyst, og skatt­borg­urum hefur ekki verið boðið að færa iðgjaldið aftur úr skött­unum og greiða það sér. Rík­is­sjóður hefur hins vegar ekki greitt Trygg­inga­stofnun iðgjaldið og skatta­lækk­unin sem rík­is­stjórnin lof­aði þeim tekju­lágu er tekin aftur með tví­sköttun eft­ir­launa. Stjórn­völd hafa önnur tól. Þau geta t.d. hækkað trygg­inga­gjaldið eða breytt skatt­kerf­inu og til bráða­birgða má leysa málið með fjár­auka­lögum, eins og á öðrum Norð­ur­löndum. Það tíðkast ekki hjá sið­mennt­uðum þjóðum að stjórn­völd lækki eft­ir­laun hins almenna borg­ara en hækki greiðslur til sjálfs sín um tugi pró­senta. Hér læð­ast stjórn­völd aftan að skatt­greið­endum og kúga þá til hlýðni.

Í dómnum segir Hæsti­réttur að réttur til elli­líf­eyris skap­ist ekki á grund­velli tekna, heldur búsetu. Hér er vert er að hafa í huga að almanna­trygg­ingar birt­ast ekki full­mót­aðar eins og Palla­s-A­þena forðum þegar hún stökk úr höfði Seifs. Upp­haf búsetu­á­kvæð­is­ins liggur mun lengra aftur í hinu forna bænda­sam­fé­lagi (sbr. Kristni­réttur hinn forni frá 1023, tíund­ar­sta­túta Giss­urar frá 1097 og hrepp­stjóra­in­trúxið 1809). Jónas kvað: Bóndi er bústólpi, en allir skattar mið­uð­ust við bónd­ann. Hann var höfuð fjöl­skyld­unn­ar. Það sama átti við um skatt­skil. Bónd­inn sá um þau. Hús­freyjan (eig­in­kon­an) varð ekki sjálf­stæður skatt­borg­ari fyrr en 1980 og þá fyrst og fremst vegna margra ára bar­áttu sós­í­alista (Katrín Thorodd­sen, barna­lækn­ir; Adda Bára Sig­fús­dótt­ir, veð­ur­fræð­ingur og ekki síst Svava Jak­obs­dótt­ir, rit­höf­und­ur). Þess má einnig geta að bónd­inn sá um skatt­skil hjúa sinna fram á fimmta ára­tug 20. ald­ar, enda hvíldi fram­færslu­skyldan á herðum hans. Þetta fyr­ir­komu­lag hafði hvorki áhrif á rétt­ar­stöðu hús­freyju né hjúa á neinn hátt.

Það blasir þó við að maður sem greiðir í líf­eyr­is­sjóð, hann greiðir einnig til almanna­trygg­inga. Ann­ars nýtur hann ekki greiðslna frá líf­eyr­is­sjóði og greiðslur frá almann­trygg­ingum eru ekki tví­skatt­að­ar. Eitt leiðir af öðru. Sá sem ein­göngu hefur fjár­magnstekjur greiðir hvorki trygg­inga­gjald né í líf­eyr­is­sjóð en nýtur fullra eft­ir­launa frá Trygg­inga­stofn­un, hafi hann búið hér­lendis í 40 ár.

Til að átta sig betur á þessu er nauð­syn­legt að skoða launa­hug­takið sjálft, sem er margrætt, og teng­ingu þess við skatta, skyldur og eft­ir­laun:

  • Taxta­laun, laun sem ákveðin eru í við­ræðum milli verka­lýðs­fé­laga og atvinnu­rek­enda.
  • Stað­greiðslu­skyld laun, taxta­laun að frá­dregnu trygg­ing­ar­gjaldi og líf­eyr­is­greiðsl­um.
  • Útborguð laun, stað­greiðslu­skyld laun að frá­dregnum skatti en við­bættum per­sónu­frá­drætti.
  • Heild­ar­laun, taxta­laun að við­bættu trygg­ing­ar­gjaldi og öllum greiðslum í líf­eyr­is­sjóð, einnig greiðslum atvinnu­rek­anda.

Miðað við núver­andi kjara­samn­inga Efl­ingar við Reykja­vík­ur­borg hefur stúlka með 5 ára starfs­reynslu 420 þús­und krónur í taxta­laun á mán­uði; stað­greiðslu­skyld laun hennar eru 386.400 kr. ef hún velur að setja 4% í sér­eign­ar­sjóð, ann­ars mið­ast stað­greiðslan við 403.200 kr.; útborguð laun hennar eru 317.759 kr. ef hún greiðir í sér­eigna­sjóð, ann­ars fær hún útborgað 328.183 kr. um hver mán­að­ar­mót. Heild­ar­laun hennar eru mun hærri, eða 503.370 kr., ef hún velur sér­eign­ar­sjóð, en þá fær hún 2% ofan á laun sín, ann­ars nema heild­ar­mán­að­ar­laun hennar 494.970 kr.

Hæsti­réttur fellst ekki heldur á rök Gráa hers­ins um að líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur komi til við­bótar rétt­indum innan almanna­trygg­inga­kerf­is­ins og njóti verndar 1. mgr. 72. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Þegar dóm­ur­inn er settur í sam­hengi við kjara­samn­ing­inn hér á undan fær umrædd „efl­ing­ar­stúlka“ 206.806 kr. á mán­uði úr sér­eign­ar­sjóði. Þær greiðslur hafa hins vegar engin áhrif á greiðslur frá Trygg­inga­stofnun (TR). Sam­kvæmt kjara­samn­ingi má hún búast við að heild­ar­eft­ir­laun hennar verði 703.445 kr. á mán­uði, hafi verið greitt í sér­eign­ar­sjóð, ann­ars nema eft­ir­launin 496.639 kr. Mun­ur­inn er 41%. Greiðslur í sér­eign­ar­sjóð eru, ólíkt greiðslum frá sam­eign, ekki tví­skatt­aðar og hafa engin áhrif á eft­ir­laun frá TR. Þessi skatta­lega mis­munun tekna frá sömu upp­sprettu var ein af dóm­kröfum Gráa hers­ins fyrir hér­aðs­dómi, en hann, rétt eins og Hæsti­réttur nú, sigldi fram hjá henni. Hæsti­réttur bendir hins vegar á, eins og Adam Smith forð­um, að: „skattar geti síðan verið stig­hækk­andi eftir því sem tekjur manna eru hærri“. Hæsti­réttur hnýtir samt aftan við þetta og seg­ir: „Af sama meiði er regla sem bygg­ist á þeirri for­sendu að þeir sem meiri tekjur hafi sér til fram­færslu fái minni aðstoð frá rík­inu en þeir sem litlar eða engar tekjur hafa.“ Hér segir Hæsti­réttur eft­ir­laun frá Trygg­inga­stofnun séu af sama meiði og fátækt­ar­tí­undin var forð­um: að Guð og yfir­völd mis­kunni sig yfir fátæk­linga með greiðslu eft­ir­launa. Þetta við­horf yfir­valda til eft­ir­launa end­ur­speglar 19. aldar kreddu, sem Svava Jak­obs­dóttir og fleiri börð­ust við á sínum tíma. Eft­ir­laun frá TR eru rétt­indi, sem menn njóta vegna greiðslu skatta og skyldna til sam­fé­lags­ins í 40 ár. Ekki ölmusa. Í þessu liggur mun­ur­inn á rétt­ar­rík­inu, hina lýð­ræð­is­lega vel­ferð­ar­þjóð­fé­lagi sem tíðkast á Vest­ur­lönd­um, og gamla léns­kerf­inu, sem byggð­ist á nánu sam­starfi kirkju og rík­is.

Það er þó fleira sem vekur eft­ir­tekt. Sam­kvæmt líf­eyr­is­fyr­ir­komu­lagi „efl­ing­ar­stúlkunn­ar“ fær hún 514.485 kr. útborgað í eft­ir­laun, hafi hún lagt fyrir í sér­eign­ar­sjóð, ann­ars fær hún 386.161 kr. Þetta er svo­lítið sov­éskt kerfi, þar sem nomenkla­t­úran er í Ponzi-­leik við „efl­ing­ar­stúlk­una“. Lofar henni 18 til 62% hærri eft­ir­launum en hún fær útborgað fyrir að vinna fullan dag hjá Reykja­vík­ur­borg til að hún sætti sig við hlut­skipti sitt, svipað því þegar kirkjan lof­aði fátæk­ling­unum öruggri vist í himna­ríki. Nomenkla­t­úran veit að litlar líkur eru á að þessi ávöxtun stand­ist. Fjár­mála­ráð­herra gerir engan grein­ar­mun á rík­is­sjóði og líf­eyr­is­sjóði. Allt sami sjóð­ur­inn og hætta á að standi þessi dómur óhagg­aður muni skatt­heimta aukast enn frekar (sjá nánar hér). Þess vegna tekur nomenkla­t­úran út sinn sér­eign­ar­sparnað og fjár­festir í hús­næði, sem hún svo leigir „efl­ing­ar­stúlkunn­i“. Vilji sú síð­ar­nefnda hafa ráð á húsa­leig­unni þarf hún að vinna lengri vinnu­dag og nemur þá jað­ar­skatt­ur­inn 60 til 74 aurum af hverri krónu, sem á sinn þátt í að taka límið úr sam­fé­lag­inu, eins og rit­stjór­inn orð­aði það. Hér­lendis nema skatt­svikin t.d. um 20% af launum en um 3,5% á Norð­ur­löndum (sjá nánar hér).

Höf­undur er hag­fræð­ingur og sagn­fræð­ing­ur.

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum 6. nóvember 2022

Scroll to Top
Skip to content