Þrír félagar úr Gráa hernum, baráttuhópi eldra fólks um lífeyrismál, hafa að beiðni og fyrir hönd samtakanna höfðað mál á hendur Tryggingastofnun f.h. íslenska ríkisins vegna skerðinga stofnunarinnar á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum
Málsóknarsjóði Gráa hersins var komið á fót til þess að fjármagna málareksturinn. Fjölmargir aðilar hafa látið fé af hendi renna vegna málsins, einstaklingar, félagasamtök og fleiri.
Þrír félagar okkar, þau Sigríður Guðmundsdóttir, Ingibjörg Sverrisdóttir og Wilhelm Wessman hafa góðfúslega stigið fram og höfðað mál fyrir allra hönd. Mál þeirra eru mismunandi, en saman gefa málin líka heildstæðari mynd af ágöllum kerfisins og afleiðingum þess fyrir alla lífeyrisþega sem eiga réttindi í lífeyrissjóðum, óháð hjúskaparstöðu og því hvort uppsöfnuð réttindi í lífeyrissjóðum eru mikil eða tiltölulega lítil.
Sækja málssóknarskjöl hér:
Stefna Ingibjörg
https://drive.google.com/open?id=1HW4hx-0fy8utTzN1E6VyCwCrGp6yrRmN
Stefna Sigríður
https://drive.google.com/open?id=1wU9xLT7BRFLfr8jPy_OMgZcRHBcaiSvt
Stefna Wilhelm
https://drive.google.com/open?id=1EzuiNtVMnjXe6aNuLOcYoThhbocZwrKU