UM MÁLSÓKNARSJÓÐ

Til upplýsingar varðandi málsókn Gráa hersins vegna skerðinga á lífeyrisgreiðslum.

Nú er málsókn Gráa hersins að komast á lokastig fyrir meðhöndlun hjá dómstólum. Undirbúningurinn hefur tekið mjög langan tíma sem nú er farið að sjá fyrir endann á. Það tókst að stofna Málsóknarsjóð með aðkomu 33ja félaga eldri borgara um allt land. Félögin eru misstór
og því misvel fjármögnuð, en við lögðum áherslu á að fá sem flesta með sem stofnfélaga óháð stofnframlagi. Sjóðurinn er stofnaður samkvæmt lögum nr. 19/1988. Stofnféð sem er 1.200.150 kr. má ekki nýta við reksturinn á sjóðnum og geymist því á lokuðum reikningi. Skipulagsskrá Málsóknarsjóðsins var auglýst í Stjórnartíðindum B-deild þann 30. október 2019 og í framhaldinu er sjóðurinn nú kominn með kennitölu og bankareikning og getur því tekið við framlögum.

Skipulagsskrána má nálgast hér: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=c323ced5-dc09-4f1f-882d-
e20b3a719d6d

Lögmannsstofan Magna, lögmennirnir Daníel Isebarn Ágústsson og Flóki Ásgeirsson, sinnir málarekstrinum.

Ljóst er að málsóknin mun kosta talsvert og eru því öll framlög vel þegin.

Nokkur verkalýðsfélög hafa nú þegar lagt til fjármagn; Framsýn á Húsavík, Verslunarmannafélag Reykjavíkur, Rafiðnaðarsamband Íslands og Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri og skorum við á fleiri að leggja okkur lið í þessu máli.

Við þurfum líka að stóla á fjárstyrki frá almenningi, félögum og fyrirtækjum, margt smátt gerir eitt stórt.

Birting og þingfesting málsins er í fyrri hluta febrúar 2020.

Þeir sem hafa áhuga á að styrkja málsóknina geta lagt inn á reikning sjóðsins:
Íslandsbanki Suðurlandsbraut
Nafn: Málsóknarsjóður Gráa hersins
Kennitala: 691119-0840
Reikningsnúmer: 0515-26-007337
Netfang sjóðsins er: malsokn.gh@gmail.com

Ef eitthvað er óljóst má hafa samband með tölvupósti á netfang sjóðsins


Scroll to Top
Skip to content